Í Rússlandi árið 1921, á tímum borgarastríðsins milli rauðliða og hvítliða, braust út stórfelld hungursneyð í sunnanverðum hluta landsins. Ástandið mátti rekja til átaka borgarastríðsins, vanstjórnar bolsévika og uppskerubrests vorið 1921. Povolzhye-hungursneyðin svonefnda var ein sú allra versta í mannkynssögunni, en hún varð fimm milljón manns að bana á innan við tveimur árum.
Verst fór fyrir fátæka bændafólkinu á Volgusvæðinu við Úralfjöll, en eins og eftirfarandi myndir sýna tók sumt þeirra upp mannát í örvæntingu sinni. Myndirnar eru úr bókinni ,,Russia 1904-1924: The Revolutionary Years“ eftir Eric Baschet.