Það er ekki jafn mikið af myndum frá Gaza í myndasöfnum á internetinu og frá öðrum borgum í nágrenninu — til dæmis Jerúsalem, eða Aleppó. Þó svo að Gaza eigi sér líka langa og merkilega sögu langt aftur í fornaldir .

 

Í dag fréttum við heldur lítið frá Gaza nema í tengslum við stríð og aðrar hörmungar. Því miður má segja hið sama um sögu borgarinnar í myndum. Æði margar myndir tengjast stríði og dauða.

 

En auðvitað hefur ekki alltaf geisað stríð í Gaza.

 

Bandarískir ljósmyndarar tóku nokkrar myndir af Gaza einhverntímann fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar. Lesendur Lemúrsins hafa þegar slegist í för með sömu hæfileikaríku ljósmyndurum til borganna Aleppó og Homs í Sýrlandi. Myndirnar frá Gaza eru glæsilegar, en þær eru ópersónulegri en myndirnar frá sýrlensku borgunum — það er minna um mannfólk, þær fáu hræður sem við sjáum eru langt í burtu, ógreinilegar.

 

Börn leika sér í gömlum rústum.

 

Mannlíf í húsagarði.

 

Aðalgatan í Gaza-borg.

 

Svo skall heimsstyrjöldin á. Við Gaza háðu Bretar og Ottóman-Tyrkir blóðugan bardaga í október og nóvember 1917. Tugþúsundir hermanna beggja stórvelda féllu eða særðust, og eyðileggingin var mikil.

 

Hin aldagamla aðalmoska borgarinnar — mínaretta hennar eða turn ber við himinn á mörgum myndanna hér að ofan — var meðal annars nær algjörlega eyðilögð. Bretar báru sigur úr býtum og lögðu undir sig Gaza-svæðið.

 

„Rústirnar í Gaza eftir árásina miklu“, 1917.

 

„Moskan í Gaza eftir fyrstu og aðra árás“, 1917.

 

Kirkjugarður fyrir hermenn Breta og Bandamanna sem féllu í bardaganum um Gaza 1917.

 

Breskir hermenn minnast kollega sinna sem létu lífið við að tryggja Bretum yfirráð yfir Gaza, árið 1925.

 

Við ljúkum tímaferðalagi okkar um Gaza árið 1938. Svæðið er nú tryggilega undir breskum yfirráðum — en stutt í að átökin hefjist á ný. Bandaríkjamaðurinn John D. Whiting fór þá um Gaza á ferðum sínum um Miðausturlönd með hópi landa sinna. Ólíkt bandarísku myndunum sem birtust hér að ofan tók Whiting engar yfirlitsmyndir af borginni — en loksins fáum við að aðeins að skyggnast inn í líf almennra borgara.

 

Og á Gaza-ströndinni alræmdu fóru bandarísku ferðamennirnir í pikknikk.

 

Fiskimenn á Gazaströndinni.

 

Heyflutningar.

 

Gyðingar við vinnu sína fyrir utan borgina.

 

Leirkeramarkaður.

 

Gyðingastúlka í vinnunni.

 

Leirkerasmiður á leið á markaðinn.

 

Bandarískir ferðamenn á ströndinni.

 

Pikknikk.