Armenskir munaðarleysingjar sjá hafið í fyrsta sinn í Maraþon í Grikklandi, árið 1915.

 

Myndina tók starfsmaður bandarísku hjálparsamtakanna American Committee for Armenian and Syrian Relief. Samtökin björguðu fjölmörgum armenskum og assýrískum flóttamönnum undan þjóðarmorði Tyrkja í og eftir fyrri heimsstyrjöld. (Library of Congress.)