Nasistar starfræktu útrýmingarbúðirnar Stutthof nálægt þýsku borginni Danzig við Eystrasaltið, sem nú er innan pólsku landamæranna og nefnist Gdańsk.
85 þúsund manns létust í fangabúðunum á árunum 1939-1945. Gyðingar voru í minnihluta í búðunum en fangarnir voru flestir pólskir borgarar sem nasistar vildu feiga.
Hin áhrifamikla mynd hér fyrir ofan var tekin við komu Sovétmanna í búðirnar í maí 1945.
Fræg réttarhöld voru haldin yfir starfsfólki Stutthof-búðanna vorið 1946 fyrir sérstökum sovésk-pólskum rannsóknardómi. 30 háttsettir starfsmenn voru fundnir sekir og 11 þeirra teknir af lífi.
Fimm konur voru á meðal þeirra ákærðu og fjórar þeirra voru dæmdar til dauða. Hér fyrir neðan sjást konurnar í réttarsalnum í Gdańsk árið 1946.