Alberto Zorrilla, argentínskur sundkappi, á forsíðu El Gráfico, íþróttablaðs frá Buenos Aires. Hann varð þjóðhetja í Argentínu þegar hann vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1928.

 

Eiginkona Albertos var íslenska ævintýrakonan Sonja Benjamínsson de Zorrilla. Lesa má sögu þessara argentínsk-íslensku hjóna í ævisögu Sonju sem Reynir Traustason skráði fyrir nokkrum árum.