Músalemúr frú Berthe (microcebus berthae) er minnsta tegund lemúra og jafnframt minnsti prímatinn. Meðalhæð þeirra er 97 mm og meðalþyngd 30 grömm. Þá er helst að finna í Kirindy Mitea, einum fjölmargra þjóðgarða í vesturhluta Madagaskar. Dýrið er skýrt eftir frú Berthe Rakotosamimanana, einum virtasta lemúrafræðingi Madagaskar, en um hana má fræðast frekar annarstaðar á síðunni, hér.
Header: Kvikindi
Velkomin á Dýrasíðu Lemúrsins. Hér er fjallað um ýmsar dýrategundir.