Hovedbanegården í byggingu, sirka 1910

Hér sést Hovedbanegården, aðallestarstöð Kaupmannahafnar, í byggingu, sirka 1910. Stöðin opnaði 1. desember… [Lesa meira]

Eisenhower forseti vildi kaupa allan íslenskan fisk og gefa í þróunaraðstoð

„Af hverju kaupa Bandaríkin ekki upp allan íslenskan fisk ætlaðan til útflutnings og gefa hann löndum á borð við Ísrael eða Spán, sem þurfa á prótíninu að halda?“

 

Svo spurði Dwight Eisenhower Bandaríkjaforseti 20. júlí 1954, er hann sat og fundaði með ráðgjöfum sínum um þjóðaröryggismál.

 

Tæpum tveimur árum áður höfðu Bretar sett löndunarbann á íslenskan fisk vegna einhliða ákvörðunar Íslendinga að stækka landhelgi sína úr… [Lesa meira]

Rússneskar sendiráðskonur staðnar að búðarhnupli

Eftirfarandi grein birtist í Dagblaðinu þann 28. apríl 1981 og segir frá búðarhnupli tveggja rússneskra kvenna sem störfuðu í sendiráði Sovétríkjanna á Íslandi.

 

Tvær konur er tilheyra starfsliði sovézka sendiráðsins í Reykjavik voru staðnar að búðarhnupli í tízkuverzlun við Laugaveginn á föstudaginn. Kom þá í ljós að þær höfðu reynzt fullfíngralangar víðar í búðum borgarinnar. DB var í morgun kunnugt um… [Lesa meira]

Leðurblakan, 20. þáttur: Réttlátu dómararnir

Leðurblakan fjallar um einn alræmdasta óleysta glæp í sögu Belgíu, og jafnframt í listasögunni.

 

Árið 1934 var einni plötu úr altaristöflu Jan Van Eycks í dómkirkjunni í Gent í Belgíu stolið — en altaristaflan er álitin eitt af helstu meistaraverkum evrópskrar málaralistar.

 

Þrátt fyrir að belgíska lögreglan hafi rannsakað þjófnaðinn óslitið í átta áratugi hefur stolna platan aldrei fundist og alls ekki öll… [Lesa meira]

Olía, íslam og kjarnorkuúrgangur: Á ferð um „stan“-löndin í Mið-Asíu

Vídjó

Í BBC þáttaröðinni Meet the Stans frá árinu 2003 ferðast breski sjón­varps­mað­ur­inn Simon Reeve um fjögur fyrrum sovétlýðveldi í Mið-Asíu: Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Úsbekistan.

 

Fæstir vita mikið um þessi fátæku, afskekktu og landluktu ríki. Þau voru eitt sinni mikilvægur áfangastaður á Silkiveginum svokallaða sem á miðöldum rann frá Kína til Evrópu gegnum fornu borgina Samarkand, sem er… [Lesa meira]

Leðurblakan, 19. þáttur: Börnin sem fuðruðu upp

Á aðfaranótt jóladags 1945 brann hús fjölskyldu nokkurrar í smábæ í Vestur-Virginíu til grunna. Sodder-hjónin og þrjú börn sluppu út við illan leik, en hin börnin þeirra fimm hurfu inn í eldhafið.

 

Eftirlifandi fjölskyldumeðlimir urðu þó fljótt handviss um að börnin hefðu ekki farist í brunanum — enda fundust líkamsleifar þeirra aldrei í brunarústunum.

 

Þá bentu ýmsir dularfullir atburðir sem fjölskyldan varð… [Lesa meira]