Bítlarnir vildu leika í Hringadróttinssögu

Fróði: Paul McCartney. Sómi: Ringo Starr. Gandalfur: George Harrison og síðast en ekki síst Gollrir: John Lennon.

 

Bítlarnir brölluðu ýmislegt þegar líða tók á feril hljómsveitarinnar. Fyrir utan að senda frá sér hvert meistarastykkið á fætur öðru stofnuðu þeir útgáfufyrirtækið Apple Records árið 1968. Samfara því starfræktu þeir lítið kvikmyndaver, Apple Films. Myndirnar Magical Mystery Tour og Yellow Submarine urðu þar… [Lesa meira]

„Ljóta hertogaynjan“ frá 16. öld sem rataði alla leið til Lísu í Undralandi

„Ljóta hertogaynjan“ er frægasta málverk flæmska málarans Quentin Matsys en hann málaði verkið í kringum árið 1513. Verkið er illkvittnislegt og á að sýna ljóta konu sem enginn vill giftast. Hún heldur á litlu rauðu blómi, sem þá var tákn fyrir trúlofun. Sama andlit sést í nokkrum teikningum Leonardos da Vinci, sem var samtímamaður Matsys.

 

Ekki liggur ljóst fyrir hvor teiknaði… [Lesa meira]

Tóbakssósur, tóbaksstólpípur og svitameðul: Tóbakslækningar á Íslandi

Í dag eru flestir á þeirri skoðun að tóbak sé argasta skaðræðisjurt og neysla hennar sé engum til framdráttar. Svo var þó ekki endilega á liðnum öldum. Jón Ólafsson Indíafari er talinn hafa verið fyrsti Íslendingurinn til að neyta tóbaks snemma á 17. öld en seinna á þeirri öld fór tóbak að berast til Íslands.

 

Tóbak var ýmist reykt, tuggið eða… [Lesa meira]

„Poppedreng“: Páfagaukur Jóns Sigurðssonar var „íhlutunarsamur um stjórnmál“

Á heimili Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttir í Kaupmannahöfn var myndarlegur páfagaukur í búri sem bar nafnið Poppedreng. Lesbók Morgunblaðsins ræddi við Indriða Einarsson rithöfund árið 1933 um minningar hans um heimilishagi Jóns og Ingibjargar. Indriði var oft gestur á heimilinu og segir frá ýmsu og þar á meðal frá þessum merka páfagauki:

 

Til hægri handar við innganginn gegnt [sporöskjulaga] borði,… [Lesa meira]

Hundrað ára kafari talar um síðustu kvikmynd sína og vináttuna við Hitler

Vídjó

Þýska kvikmyndagerðarkonan Leni Riefenstahl er þekktust fyrir að hafa starfað fyrir Adolf Hitler á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina en hún gerði heimildarmyndirnar Sigur viljans og Olympiu. Var hún áróðursmeistari eða einstakt og ómetanlegt vitni um sturlað tímabil í þýskri sögu?

 

Hún svarar spurningum um kynni sín af Hitler og lýsir ótrúlegum ferli sínum í þessum… [Lesa meira]

Neðanjarðarhernaður í hundrað ára stríðinu

Í hundrað ára stríðinu var barist í stuttum orrustum riddara með löngum hléum. Einn furðulegasti bardaginn fór fram í neðanjarðargöngum.

 

Hundrað ára stríðið átti sér stað á árunum 1337-1453 og ætti því réttilega að nefnast hundrað og sextán ára stríðið. Í því áttust hinir fornu fjendur Englendingar og Frakkar við og var aðallega barist í Frakklandi. Orsök stríðsins var sú að… [Lesa meira]