Ráð undir rifi hverju: Framhaldslíf röntgenmynda í Sovétríkjunum sem hljómplötur

Á eftirstríðsárunum varð fjölföldun á ýmsu menningarefni að andófsstarfsemi í Sovétríkjunum. Fróðleg birtingarmynd þess var þegar gamlar röntgenmyndir fengu framhaldslíf sem hljómplötur.

 

Á umbrotatímunum undir lok seinna stríðs, áður en járntjaldið umlukti Austur-Evrópu og leynilögreglan herti ritskoðun í Sovétríkjunum, fengu þegnar smjörþefinn af vestrænni menningu í gegnum hersetu á stríðshrjáðum svæðum.

 

Fyrst um sinn létu yfirvöld sig lítið varða hvaða bækur voru… [Lesa meira]

Steve Wozniak, stofnandi Apple, var annar maðurinn til að fara í teygjustökk á Íslandi

Í júlí 1992 varð Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, fyrstur manna á Íslandi til að fara í teygjustökk. Það gerði hann fyrir utan Kringluna á fimm ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar og Hard Rock Café á Íslandi, sem hann rak. SSSól lék Rolling Stones lagið Start Me Up á meðan Tommi stökk.

 

En sá sem fór næstur í teygjuna,… [Lesa meira]

Andrei Tarkovsky tók Polaroid myndir til að „stöðva tímann“

Fyrir nokkrum árum fannst bunki af Polaroid myndum sem rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932–1986) mun hafa tekið um 1979 til 1984.

 

„Árið 1977 birtist Tarkovsky með Polaroid vél í brúðkaupinu mínu í Moskvu. Hann hafði þá nýuppgötvað tækið og kætti okkur með brellum sínum með það. Hann og [Michelangelo] Antonioni voru vottar í brúðkaupinu. Venju samkvæmt þurftu þeir að velja tónlistina… [Lesa meira]

Salvador Dalí mætir í sjónvarpssal með mauraætu

Vídjó

Súrrealistinn Salvador Dalí mætir í skemmtiþátt bandaríska sjónvarpsmannsins Dick Cavett árið 1970, með mauraætu í ól. Vonum að dýrið hafi ekki þurft að þvælast mikið með katalónska málaranum. Dalí ræðir meðal annars um gullinsnið.

 

Þáttur Cavetts var einn helsti vettvangur menningar og skoðanaskipta í sjónvarpi vestanhafs á áttunda áratugnum. Lemúrinn hefur áður birt viðtöl… [Lesa meira]

Lemúrinn er kominn á Instagram!

Lemúrinn er kominn með síðu á Instagram og biður lesendur nær og fjær að fylgjast með! Þar mun kenna ýmissa grasa, sei sei já!

 

Slóðin er … [Lesa meira]

18 ára Diego Maradona spilar á spil í hverfinu, 1978

Fótboltasnillingurinn Diego Armando Maradona spilar á spil við nágranna sína í La Paternal-hverfi í Buenos Aires árið 1978. Hann var 18 ára gamall og spilaði með liði Argentinos Juniors, sem eiga heimavöll í sama hverfi. Hann skoraði 26 mörk í 35 deildarleikjum með liðinu það ár.

 

Argentína var á þessum tíma undir herforingjastjórn og þúsundir voru handteknar án dóms og laga… [Lesa meira]