Þegar Adidas fékk heimsfrægu rendurnar frá Finnlandi

Adidas, merkið með rendurnar þrjár. „Die Weltmarke mit den 3 Streifen,“ eins og stendur undir íkónísku einkennismerki hins þýska íþróttarisa. En hvaðan komu þessar þrjár rendur? Flest höldum við að þær hafi einfaldlega komið frá Adi Dassler sjálfum, stofnanda fyrirtækisins. En svo er ekki. Á fyrstu árum Adidas einbeitti fyrirtækið sér að því að framleiða hlaupaskó og fótboltaskó. Um var… [Lesa meira]

„Siðprúði fjöldamorðinginn“ á plani Haföldunnar: Vann Charles Manson í síld á Seyðisfirði sumarið 1963?

Sögusagnir hafa lengi verið á sveimi um að Charles Manson hafi unnið í síld á Seyðisfirði sumarið 1963. Nú þegar safnaðarleiðtoginn og morðinginn dularfulli er horfinn til feðra sinna er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp þær sögur. Bæjarbúar þeir sem mundu eftir Charlie á Austurlandi þetta sumar bera honum vel söguna, hann hafi verið siðprúður, kurteis… [Lesa meira]

Lenín á billjarðstofu í Mongólíu

Hundrað árum eftir að Vladimir Lenín leiddi bolsévika til valda í Októberbyltingunni sést andlit hans enn í minnismerkjum víða. Til dæmis hér  á billjarðstofu í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, sem var leppríki Sovétríkjanna á árum áður.

 

Billjarðstofan mun áður hafa hýst mongólska Lenínsafnið.

 

Hér eru fleiri myndir af… [Lesa meira]

Októberbyltingin eins og skólakrakkar í Moskvu upplifðu hana og teiknuðu

Hvernig kom byltingin skólabörnum í Moskvu fyrir sjónir?

 

Októberbyltingin í Rússlandi hófst 7. nóvember 1917 (25. október að júlíanska tímatalinu sem Rússar notuðu) og leiddi til valdatöku bolsévika undir stjórn Vladimirs Lenín.

 

Bolséviki og menséviki.

Rússneska byltingin var keðja uppreisna og átaka sem steypti Nikulási II Rússakeisara af stóli og leiddi… [Lesa meira]

Hitlersbrandarar í Heimilisritinu 1944 endurspegla skringilegt spaug í Þriðja ríkinu

Árið 1944, á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð enn yfir, birti Heimilisritið nokkra brandara um Adolf Hitler.

 

Þessar einkennilegu skrýtlur voru ekki birtar til að gera lítið úr hörmungunum sem nasistar framkölluðu. Þær virðast frekar eiga að sýna að þýskur almenningur bæri eftir allt saman takmarkaða virðingu fyrir foringjanum og félögum. Spaugið væri tilraun til andófs. „Jafnvel einræðisherrarnir standa berskjaldaðir fyrir biturri fyndni.“

 

Indverjii,… [Lesa meira]

Áhrif Skotlands á sögu Íslands

Fyrri hluti 20. aldarinnar var hnignunartímabil Breska heimsveldisins. Helstu orsakir hnignuninar voru almenn tilhneiging, ef ekki lögmál, heimsvelda til þess að breiða of mikið úr sér og einangrun Breska heimsveldisins á alþjóðasviðinu samhliða eflingu bandarísks efnahags og auknum umsvifum þeirra á alþjóðavísu.

 

Þrátt fyrir að 20. öldin bæri í skaut sér endalok hins breska samveldis nauðungar og arðráns, sem teygði… [Lesa meira]