Heimildarmynd: Á ferðalagi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu

Vídjó

Hér sláumst við í för með Elise Potaka hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni SBS til Norður-Kóreu. Rætt er við ýmsa norðurkóreska borgara og við Ray Ferguson, hjá samtökunum Australia-North Korea Friendship… [Lesa meira]

Krossfiskurinn Hitler: Furðulegur vondi karl í japönskum þætti

Vídjó

Eins og fram hefur komið er jarðarkringlan okkar allundarlegur staður. Hér er nasistaforinginn Adolf Hitler í líki krossfisks (?) í japönsku þáttaröðinni Kamen Rider X frá 1974.

 

starfish_hitler_2341

Krossfiskurinn Dolli.

Kamen</a>… <a class=[Lesa meira]

Angelo Badalamenti útskýrir hvernig tónlistin í Twin Peaks varð til

Vídjó

Bandaríska tónskáldið Angelo Badalamenti ætti að vera aðdáendum kvikmynda David Lynch góðu kunnur, en meðal þeirra mynda sem þeir félagar unnu saman að voru Blue Velvet, Wild at Heart, Lost Highway og Mullholland Drive.

Tónlist Badalamenti ætti einnig að vera áhorfendum sjónvarpsþáttanna Tvídrangar (e. Twin Peaks) kunnugleg.

Þar standa sérstaklega tvö lög upp úr, þemalag… [Lesa meira]

RoboCop: Ph.D. í listasögu

Nei, þetta er ekki grín. Peter Weller, leikarinn sem er langfrægastur fyrir að hafa túlkað ofurlögguna RoboCop, er við það að ljúka doktorsnámi í listasögu með áherslu á endurreisnartímabilið á Ítalíu.

 

Weller varð heimsþekktur þegar hann lék Alex Murphy, eina helstu hetju Detroit-borgar Bandaríkjanna, en í byrjun 21. aldar hafði ferill leikarans staðnað talsvert. Hann ákvað því að fara í meistaranám… [Lesa meira]

„Eldur og ís“: Fræðslumynd um Vetrarstríð Finnlands og Sovétríkjanna

Vídjó

Heimildarmyndin Fire and Ice – The Winter War of Finland and Russia (2006) greinir frá Vetrarstríðinu svokallaða, sem hófst 30. nóvember 1939 þegar Sovétríkin réðust inn í Finnland. Stríðið stóð í rúma þrjá mánuði og varð 150 þúsund manns að bana. Orsakir átakanna má rekja beint til Stalíns, sem vildi ná undir sovésk yfirráð þau svæði sem… [Lesa meira]

Telephones: Símtöl kvikmyndasögunnar klippt saman

Vídjó

Svissnesk-bandaríski listamaðurinn Christian Marclay gerði þetta skemmtilega vídjólistaverk árið 1995. Hann tengir saman símtöl í ýmsum kvikmyndum svo úr verður furðulegt samtal í gegnum tímans… [Lesa meira]

Þegar Frank Zappa lék vondan karl í Miami Vice

Vídjó

Tónlistargoðið Frank Zappa lék árið 1986 bófann Mario Fuentes í þætti í sjónvarpsseríunni Miami Vice. Flottur, ekki satt?

 

tumblr_lxk0hfrbVt1qbzfl5o1_500… [Lesa meira]

The Prize: Bandarísk heimildarmynd um sögu olíuiðnaðarins

Vídjó

Bandaríska heimildarþáttaröðin The Prize (1992) segir sögu olíuiðnaðarins frá upphafi olíuvinnslu á 19. öld fram til dagsins í dag. Þættirnir voru gerðir af sjónvarpsstöðinni PBS og eru byggðir á bók Daniels Yergin, The Prize: The Epic Quest for Oil, Money and Power, en hún hlaut Pulitzer-verðlaun árið 1990.

 

Í þáttunum er farið í saumana á… [Lesa meira]

Innrásin frá Mars árið 1938: Útvarpsleikritið sem skelfdi milljónir manna

Vídjó

Á sunnudagskvöldi í október árið 1938 urðu milljónir bandarískra útvarpshlustenda skelfingu lostnir þegar fluttar voru fréttir af innrás Marsbúa til jarðar, nánar tiltekið í New Jersey-ríki. Sumir flúðu heimili sín í dauðans ofboði, fleygðu einhverju lauslegu í ferðatöskur og brunuðu burt út í bláinn á bílum sínum.

 

En í raun var þetta snilldarlegt útvarpsleikrit sem kornungur… [Lesa meira]

La Cabina frá 1972: Klassísk spænsk hryllingsstuttmynd um mann sem festist inni í símaklefa

Getið þið ímyndað ykkur martröð um símaklefa? Símaklefar eru ekki sérstaklega ógnvekjandi fyrirbæri, eða hvað? Hvað ef þú myndir læsast inni í símaklefa? Og kæmist ekki út sama hvað? Það er töluvert hræðileg tilhugsun.

Og það er svið hinnar klassísku spænsku hryllingsstuttmyndar La Cabina eða Símaklefans. Það er verðlaunamynd frá 1972 eftir leikstjórann Antonio Mercero.

1972</a>… <a class=[Lesa meira]

Rússneski Bangsímon með enskum texta

Vídjó

Sögurnar um Bangsímon eftir Englendinginn A.A. Milne fóru sigurför um heiminn enda eru þær einstaklega fallegar og djúpvitrar barnasögur fyrir alla aldurshópa. Bangsímon hefur verið þýddur á fjöldamörg tungumál og selst í tugmilljónum eintaka um allan heim. Og teiknimyndir Disney um Bangsímon eru með vinsælasta barnaefni sögunnar.

 

Í miðju kalda stríðinu kepptust Bandaríkjamenn og Sovétmenn… [Lesa meira]

Sænski súkkulaðidrykkurinn Pucko og Helgi Skúlason

Vídjó

Frá árinu 1954 hefur súkkulaðidrykkurinn Pucko verið gífurlega vinsæll hjá frændum okkar Svíum og er af mörgum talinn vera þeirra þjóðardrykkur. Súkkulaðimjólkina drekka þeir vanalega með pylsum og er sú blanda jafn þjóðleg hjá þeim og Bæjarins Beztu og kók hjá Íslendingum.

 

Nafnið á drykknum er fengið af orðinu pucko sem þýðir einfaldlega bjáni eða… [Lesa meira]