„Allt er rímix“: Heimildarmynd um hringrás hugmyndanna

Everything is a Remix er afar fróðleg og hnitmiðuð heimildarmynd í fjórum þáttum um hringrás hugmyndanna í samfélagi manna. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Kirby Ferguson, sem er sögumaður og prímusmótor myndarinnar, birti fyrsta hlutann fyrir rúmu ári síðan. Nú er fjórði og síðasti hlutinn kominn á netið og er eins og hinir, algjörlega ókeypis til áhorfs á netinu.

 

Megininntakið í þáttaröðinni er… [Lesa meira]

Deadly Prey: Mike Danton er allsbera og banvæna bráðin

Vídjó

Deadly Prey (Banvæn bráð) frá 1987 er ein af þessum óeftirminnilegu hasarmyndum sem haugar voru til af á vídjóleigunum á níunda og tíunda áratugnum, oftar en ekki í spjaldarekkanum, ekki í almennilegu spóluhylki uppi á hillu. Myndir sem aldrei voru endurútgefnar á DVD-diskum og þurfa að dúsa til eilífðarnóns í heimi myndbandsins.

 

Sögupersónur Deadly Prey eru hálfnaktir karlar sem… [Lesa meira]

Tyrknesk ofurhetja berst við vonda víkinga

Tarkan Viking Kani, Tarkan berst við víkingana, er tyrknesk mynd frá 1971. Hún er byggð á teiknimyndasögu um hetjuna Tarkan sem nýtur mikilla vinsælda í Tyrklandi. Tarkan þessi var alinn upp af úlfum og á erfitt með að aðlagast samfélagi manna. Hann er þó alltaf til í að hjálpa löndum sínum þegar svo ber undir og ferðast um lönd Tyrkja með úlfunum… [Lesa meira]

Ken Russell og sturluðu nunnurnar

Látinn er kvikmyndaleikstjórinn Ken Russell, 84 ára að aldri. Þetta sérlundaða vandræðabarn breska kvikmyndaheimsins var aldrei allra – og seint verður sagt að Russell hafi verið yndi gagnrýnenda eða annarra sjálfskipaðra handhafa smekkvísinnar. Það er þó ekki að undra þegar haft er í huga að í einni alræmdustu mynd hans The Devils (1971) er Kristsstytta misnotuð í brjálæðislegri orgíu kynsveltra… [Lesa meira]

Blokk, pólsk stuttmynd frá 1982

Vídjó

Blokk í pólsku úthverfi árið 1982. Tugir íbúða, og hver þeirra er lítill heimur þar sem hversdagsleikinn gengur sinn vana og gráleita gang. Einhver er að flytja. Karlinn á efri hæðinni spilar of hátt á saxófón. Börnin eru með læti. Hundurinn stal kjötbita af borðinu. Einn íbúinn er kominn með nóg og hengir sig.

 

Blok… [Lesa meira]

Stórmyndin sem var svo leiðinleg að hún olli krabbameini

Vestrakóngurinn John Wayne átti sér þann draum heitastan að leika aðalhlutverkið í kvikmynd um ævihlaup hins mikla mongólska landvinningamanns Gengis Khan. En allt gekk á afturfótunum við framleiðslu myndarinnar, hún varð arfaslæm og átti eftir að draga stóran hluta aðstandenda hennar til dauða.

 

Stórmyndir um hugdjarfar hetjur og ógurlegar orrustur hafa ætíð fallið í kramið hjá kvikmyndaáhorfendum. The Conqueror úr smiðju bandaríska… [Lesa meira]

Að morgni tarantúludags

Vídjó

Tarantúlurnar vakna með þér. Þær skoppa í svefnherberginu. Þær eru í sturtunni. Þær leika sér í eldhúsinu, við kaffivélina, á seríóspakkanum, ofan í morgunkornsskálinni.

 

Þetta er hin stórfurðuleg stuttmynd Morning of the Tarantulas með Bruce Benderson og Orlando DeLuca. Leikstjóri er Philip… [Lesa meira]

Kennitala 357359

Vídjó

Á miðjum vinnudegi uppgötvar ungur skrifstofumaður að hann er orðinn ósýnilegur. Enginn færir honum kaffi. Ókunnug kona ryðst inn á hann þar sem hann situr á klósettinu. Sama hvað hann öskrar, stappar, brýtur og bramlar virðir enginn hann viðlits; hvorki vinnufélagarnir né vegfarendur úti á götu.

 

Hann fer heim þar sem eiginkonan dundar sér við… [Lesa meira]

Fellini leikstýrði klúrri auglýsingu fyrir Barilla pasta

Árið 1984 hafði Federico Fellini þegar verið talinn til eins af risum evrópskrar kvikmyndagerðar um áratuga skeið. Ódauðleg listaverk á borð við 8 ½, La strada og La dolce vita höfðu fært honum ógrynni verðlauna og viðurkenninga – en hylli gagnrýnenda er ekki ávallt ávísun á mikil auðæfi og því tók févana Fellini að sér að leikstýra auglýsingu fyrir kunningja… [Lesa meira]

“Hitler, kæri vinur” Adolf Hitler og Gandhi í Bollywood

Vídjó

Í júlí 1939 skrifaði indverska sjálfstæðishetjan Mahatma Gandhi bréf til Adolfs Hitler Þýskalandskanslara sem hafði ráðist inn í Tékkóslóvakíu þá um vorið. Í bréfinu hvetur Gandhi kanslarann til þess að falla frá ofbeldi, og ávarpar hann “Kæri vinur”.  Hann skrifaði síðar annað svipað bréf, en hvorugt komst til… [Lesa meira]

Fyrsta nærmynd kvikmyndasögunnar var af kettlingi

Vídjó

Fyrstu ár kvikmyndasögunnar var nær eingöngu notast við víðar tökur. Kannski hafa kvikmyndagerðarmennirnir haldið að minni fjarlægð við viðfangsefni myndavélarinnar myndi rugla áhorfandann í rýminu – enda flestir vanir leikhúsinu þar sem maður situr ákveðna fjarlægð frá sviðinu og kemst hvorki nær né fjær. Eða þeim kom einfaldlega ekki til hugar að færa myndavélina… [Lesa meira]

„Ótrúlega skrýtin“ heimildarmynd um Ed Wood

Leikstjórinn Ed Wood varð frægur af endemum fyrir klaufalega kvikmyndagerð í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar.

 

Ed Wood er líklega frægastur fyrir hina ákaflega forvitnilegu vísindaskáldsögulegu kvikmynd, Plan 9 from Outer Space, frá 1959, sem var síðasta mynd stórleikarans Bela Lugosi.

 

Tim Burton gerði leikstjóranum ógleymanleg skil í kvikmyndinni Ed Wood frá 1994 en Johnny Depp lék titilhlutverkið og Martin Landau fór… [Lesa meira]