Frakklandi, apríl 1967. René Ribière úr flokki De Gaulle á franska þinginu skoraði Gaston Defferre, þingmann sósíalista, á hólm að fornum sið. Sá síðarnefndi hafði móðgað hann á þinginu.
Defferre var lýstur sigurvegari eftir að ná að höggva andstæðinginn tvívegis. Báðir sluppu þó með skrámur.
Tíminn sagði frá þessu undarlega máli, 22. apríl 1967:
FRANSKIR ÞINGMENN Í EINVÍGI MEÐ SVERÐUM!
Tveir franskir þingmenn, annar sósíalisti, hinn Gaullisti, háðu einvígi upp á gamla móðinn í dag, á berangri skammt fyrir utan París. Einvígið, sem háð var með sverðum stóð í fjórar mínútur, og lauk með sigri sósíalistans Gaston Defferre, borgarstjóra i Marseille. Andstæðingurinn var Rene Ribiere og hlaut hann tvær skrám ur á hægri handlegg. Mikil leynd hvíldi yfir þessari einstæðu viðureign.
Í umræðum í franska þinginu í gær hafði Deferre kallað Ribiere asna. Eftir einvígið sagði Defferre, að Ribiere hefði neitað sð taka í hönd sigurvegarans. Það er hlægilegt og gamaldags að heyja einvígi, en ef ég er neyddur til þess að berjast, berst ég, sagði Defferre.
Einvígið var háð á fögrum stað í útborginni Neuilly. Defferre sagði: Þegar ég hafði veitt Ribiere fyrstu skrámuna á handlegginn bað hann um, að einvíginu yrði hættt. En þegar ég komst að raun um, að andstæðingurinn var ekki raunverulega særður fór ég fram á, að haldið yrði áfram.
Læknar og einvígisvottar féllust á það. Ribiere sagði: Ég særðist ekki. Þetta voru aðeins rispur. Ég er ekki óánægður þegar litið er til þess, að þetta er fyrsta einvígi mitt. Í næsta skipti ferst mér kannski meðhöndlun vopna betur úr hendi.
Ég segi ekki þar með, að ég eigi eftir að berjast aftur. Ribiere sagði ennfremur, að Defferre hlyti að vera vanur skilmingamaður. Eins og fyrr segir var ástæða þessa einvígis sú, að í miklum deilum í franska þinginu í gær, benti Defferre á Ribiere og öskraði: Fáið þennan asna til að halda kjafti.
Ribiere hafði engin umsvif en skoraði Defferre á hólm og bauð honum að velja einvígisvopn, þegar Defferre neitaði að taka orð sín aftur. Þegar Deferre varð að því spurður eftir einvígið í dag, hvort hann héldi enn fast við ummæli sín sagði hann: Já hann er asni, fæddur asni.