Lemúrinn var stofnaður 8. október 2011 og er því þriggja ára í dag! Ritstjórn þakkar frábærar viðtökur síðastliðin ár.
Margt hefur gerst á árinu. Við höfum gert nokkrar umbætur á vefnum: Lesendur geta nú skoðað greinar eftir löndum á Lemúrskortinu, og farið á tímaflakk á Tímalínu Lemúrsins. Þá er Greinasafnið betra í sniðum og nýir pennar hafa gengið til liðs við okkur. Náttborðið, bókahorn Lemúrsins, var sett á laggirnar fyrr í ár.
Veturinn 2013 til 2014 var Lemúrinn með vikulegan þátt á Rás 1. Útvarpsþættir Lemúrsins, og Leðurblakan, sumarþáttur Lemúrsins, eru aðgengilegir á Útvarpssíðunni.
Lesendahópurinn heldur áfram að vaxa. Við minnum ykkur á að fylgjast með Lemúrnum á Facebook, en hópurinn þar telur nú hátt í sex þúsunds manns. Við erum einnig á Twitter og með RSS veitu. Lesendur eru auðvitað hvattir til þess að segja vinum og vandamönnum frá okkur.
Hér eru tíu vinsælustu greinar ársins:
2. „Íslenzku blóði hefir úthelt verið“: Íslenskir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni
Ríflega 1200 Íslendingar börðust í fyrri heimsstyrjöld, flestir þeirra fyrir Kanadaher en sumir fyrir Bandaríkjaher. Þó að um Vestur-Íslendinga hafi verið að ræða fæddist um þriðjungur þessara manna á Íslandi. 144 týndu lífi og fjölmargir slösuðust, flestir í hinum mannskæðu orrustum á vesturvígstöðvunum.
10. Trúboðasleikjari: Tónlistarmyndbandið sem þjóðin fékk aldrei að sjá
Árið 1988 kom stuttskífan Hold út, fyrsta plata gleðisveitarinnar Ham. Skömmu síðar sendi sveitin frá sér tónlistarmyndband við lagið Trúboðasleikjari. Óttarr Proppé var því miður ekki á landinu þegar það var tekið upp en þeir fengu Stefán Karl Guðjónsson, trommuleikara Fræbbblanna, til liðs við sig. Útkoman var í senn stórkostleg og hryllileg.