Þær eru ófáar skemmtisögurnar sem fara af bandaríska Nóbelsverðlaunahöfundinum Ernest Hemingway. Margar þeirra eru reyndar nokkuð ýktar, jafnvel hreinar lygar.

 

Með betri sögum sem fara af Hemingway er þegar hann ákvað að veðja við nokkra starfsbræður sína úr rithöfundastétt, að hann gæti skrifað smásögu sem væri aðeins sex orð að lengd – en gæti engu að síður fengið lesendur til að bresta í grát. Þetta er það sem Hemingway skrifaði.

 

hemingway

 

Það þarf vart að taka fram, að Hemingway vann veðmálið og græddi tíu dollara. Rithöfundarnir sem sátu með honum á veitingastaðnum Luchow’s í New York á fyrri hluta 3. áratugar síðustu aldar… fóru allir að skæla. Skiljanlega.

 

En svo gæti þetta allt verið hreinasta lygi!

 

-via Dangerous Minds.