Lykke Li er hæfileikarík sænsk söngkona sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Á nýjustu plötu söngkonunnar , I Never Learn, er að finna smellinn „No Rest For The Wicked“ sem hefur fengið að hljóma duglega á útvarpsstöðvum vestrænna ríkja síðustu vikur. Það er reyndar Björn Yttling, sem margir kannast við sem bassaleikara hljómsveitarinnar Peter, Björn & John, sem er höfundur lagsins, en Lykke Li semur textann.
Drullufínt lag. Því er ekki hægt að neita. En er laginu stolið af bandaríska költ-tónlistarmanninum Daniel Johnston?
Í öllu falli er hljómagangurinn nokkuð svipaður og í laginu „Some Things Last A Long Time,“ sem er að finna á plötunni 1990 og kom út, jú, 1990.