Árið 2005 gerði breski sjónvarpsmaðurinn Simon Reeve þáttaröð fyrir BBC sem heitir Places That Don’t Exist — Staðir sem eru ekki til.
Í þáttunum fer Reeve til ýmissa fjarlægra ríkja sem ekki eru viðurkennd alþjóðlega sem fullgild þjóðríki. Á ferðum sínum heimsækir hann meðal annars Suður-Ossetíu, Sómalíland, Transnistríu, Taívan og Nagorno-Karabakh — svæði sem fæstir þekkja mikið til. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera á skringilegu gráu svæði alþjóðalega, iðulega sökum flókinna sögulegra kringumstæðna.
Þættirnir eru í heildina fimm, einn fyrir hvert af ofantöldum svæðum. Reeve hefur sjálfur gert þá alla aðgengilega á YouTube.
1. þáttur: Sómalíland
2. þáttur: Transnistría
3. þáttur: Suður-Ossetía
4. þáttur: Nagorno-Karabakh
5. þáttur: Taívan