Árið 1971 sendu bandarísku samtökin Keep America Beautiful frá sér þessa auglýsingu. Við sjáum indjána tárast yfir náttúruspjöllunum og menguninni sem fylgir lífi nútímamannsins.
Leikarinn Iron Eyes Cody, sem var af ítölsku bergi brotinn, fór með hlutverk indjánans. Auglýsingin var sýnd í bandarísku sjónvarpi þann 22. apríl, á hinum svokallaða Degi jarðar, og var umdeild á sínum tíma. Þá átti hún sinn þátt í vitundarvakningunni í umhverfismálum vestanhafs á 8. áratugnum.