Hollensk kona hefur skotið á skotskífur á útimörkuðum á hverju ári frá því hún var 16 ára árið 1936. Í hvert skipti sem hún hittir í mark tekur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Því eru til myndir af konunni á öllum æviskeiðum hennar í sömu stellingum.

 

Ria van Dijk stendur grafkyrr og einbeitt. Hún tekur í gikkinn og skýtur. Hún hittir þráðbeint í miðju skotskífunnar. Um leið tekur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Myndina tekur hún heim með sér, enda eru það verðlaunin fyrir að hitta í mark.

 

1936.

1936.

 

1938.

1938.

 

1951.

1951.

 

Ria van Dijk elskar skotfimi og fer að minnsta kosti einu sinni á ári á útimarkaðinn til að skjóta. Hún hitti fyrst í mark árið 1936, þegar hún var 16 ára stúlka í Tilburg, og eignaðist um leið fyrstu myndina af sér á skotpallinum. Hún er á tíræðisaldri í dag og fer enn að skjóta.

 

Vegna þessa áhugamáls hennar hefur hún óafvitandi safnað myndum af sér frá öllum æviskeiðum þar sem hún stendur í sömu stellingunni, ár eftir ár og miðar á skotmarkið. Eina undantekning er að engar myndir eru skiljanlega til frá heimsstyrjaldarárunum 1939 til 1945.

 

En að þeim árum frátöldum eru til myndir frá hverju ári. Myndirnar voru ekki bara teknar í heimabæ Riu, heldur einnig í nærliggjandi bæjum. Ria van Dijk er löngu orðin fræg í sínu heimahéraði fyrir einstaka skotfimi sína.

 

1954.

1954.

 

1962.

1962.

 

Tilburg1973

1973.

 

Oisterwijk1975

1975.

 

1980

1980.

 

1982

1982.

 

1993.

1993.

 

1998

1998.

 

2003

2003.

 

2009

2009.

 

Ljósmyndararnir Erik Kessels og Joep Eljkens söfnuðu myndunum saman með leyfi Riu van Dijk og gáfu út í glæsilegri bók sem spannar 74 ár. Þeir segja að ljósmyndirnar segi á óvæntan hátt ævisögu manneskju frá óvenjulegu sjónarhorni. Þær leyfi okkur að skyggnast inn í ólík tímabil í lífi hennar í síbreytilegu umhverfi. Um leið beri þær vitni um þróun ljósmyndatækninnar. Bókin kom út í bókaflokknum In Almost Every Picture en Lemúrinn hefur áður fjallað um bók í þeim flokki sem fjallaði um svartan hund sem myndaðist illa.

 

Hér sjáum við nýlegar myndir af hinni skotfimu konu ásamt forleggjurum og velunnurum.

 

37359_424717314264_6805147_n

 

72132_460793254264_8367193_n

 

72132_460793259264_2270568_n

 

72132_460793269264_8361489_n

 

72132_460793274264_1501422_n

 

72132_460793284264_204142_n

 

1425272_10152044837699265_1017844254_o