Í dag eru 25 ár síðan banni á sölu bjórs var aflétt hér á landi. Hinn 1. mars 1989 seldi ÁTVR bjór í fyrsta sinn í 76 ár en þann dag var hægt að velja úr tegundunum Egils Gull, Sanitas Pilsner, Sanitas Lager, Löwenbrau og Budweiser. Nú þegar aldarfjórðungur hefur liðið frá þessum tímamótum er óhætt er að segja að yfirgnæfandi meirihluti núlifandi Íslendinga finnist fjarskalega undarlegt að bjór hafi verið bannaður fyrir aðeins 25 árum á meðan sterkari tegundir áfengis voru leyfðar.
Fréttaaukinn, fréttaskýringaþáttur fréttastofu RÚV, tók atburði 1. mars 1989 saman í þessari umfjöllun árið 2009, þegar 20 ár voru liðin frá þessum tímamótum.