Ein lélegasta bíómynd sögunnar heitir 2012: Ice Age og fjallar um ísöld sem hefst eftir mikið eldgos á Íslandi. Hún var gerð í þeirri von að saklausir viðskiptavinir á vídjóleigum tækju hana óvart með sér heim í staðinn fyrir stórslysasmellina 2012 eða The Day After Tomorrow. Lesið um hana hér.

 

2012: Ice Age kemur úr smiðju kvik­mynda­vers­ins The Asylum sem fram­leiðir B-​​myndir sem rata beint á víd­eó­leigur og í sjónvarp.

 

Vistfræðilegur sess The Asylum í frum­skógum Hollywood er að búa til myndir sem svipar mjög til stór­mynda (blockbusters). Til dæmis sendi verið frá sér mynd­ina The Da Vinci Treasure árið 2006. Sama ár kom nátt­úru­lega út blokk­böster­inn The Da Vinci Code.

 

Jafnvel þó myndir The Asylum séu ömur­legar græðir fyr­ir­tækið á gisti­lífi (eða sníkju­lífi eftir atvikum) við stór­mynd­ina og fær tekjur þegar sak­laust fólk leigir myndir þeirra óvart í stað stór­mynd­innar sem það ætlaði að sjá. Þetta fyr­ir­bæri hefur verið nefnt „mockbusters“ í banda­rísku press­unni, gervistórmyndir.

 

Af öðrum myndum The Asylum má nefna Snakes on a Train, Pirates of Treasure Island, The Terminators og hina ótrú­legu Titanic 2.

 

Í ár sendi þetta skrautlega kvikmyndaver frá sér myndina Nazis at the Center of the Earth og söguþráður hennar er einhvern veginn svona:

 

Vísindamenn sem starfa á Suðurpólnum verða skyndilega fórnarlömb mannráns. Mannræningjarnir eru hersveit með gasgrímur og klæddir í nasistabúninga.

 

Þeir eru dregnir niður í leynilega neðanjarðarstöð við miðju jarðar. Þar hitta vísindamennirnir sjálfan doktor Jósef Mengele og hóp þýskra hermanna úr stríðinu, sem hljóta að vera mjög aldraðir menn.

 

Þeir skipuleggja árás á jarðarbúa og ætla að endurreisa ríki Hitlers undir nafninu Fjórða ríkið. Jake Busey, sonur hin ástsæla leikara Gary Busey, leikur í þessari mynd. Við hvetjum lesendur til að horfa á þessa miklu kvikmynd, kannski í faðmi fjölskyldunnar í jólafríinu.

 

Vídjó

 

Titanic 2 er einnig girnileg til áhorfs. Algjör perla!

Vídjó

 

The Asylum framleiðir líka eftirhermu af Indiana Jones, en fornleifafræðingurinn heitir þar Allan Quatermain en um hann varð gerð myndin The Temple of Skulls. En nafn Allans Quatermain er fengið úr sögunni um námur Salómons konungs eftir H. Rider Haggard.

Vídjó

 

Eins og sést glögglega hér er The Asylum gífurlega afkastamikið framleiðslufyrirtæki. Hér er listi með nokkrum DVD-kápum nýlegra mynda. Myndir stóru stúdíóanna eru til vinstri og samsvarandi gervistórmyndir the Asylum til hægri:

 

movie-rip-offs-alien-vs-preditor-and-alien-vs-hunter movie-rip-offs-amityville-horror-and-the-amityville-haunting movie-rip-offs-battle-LA-and-battle-los-angeles movie-rip-offs-indiana-jones-and-the-temple-of-doom-and-allan-quartermain movie-rip-offs-iron-man-and-metal-man movie-rip-offs-king-kong-and-king-of-the-lost-world movie-rip-offs-land-of-the-lost-and-the-land-that-time-forgot-about movie-rip-offs-paranormal-activity-and-paranormal-entity movie-rip-offs-pirates-of-the-caribbean-and-pirate-treasure-island movie-rip-offs-snakes-on-a-plane-and-snakes-on-a-train movie-rip-offs-snow-white-and-snow-white-and-the-huntsman movie-rip-offs-terminator-and-the-terminators movie-rip-offs-the-davinci-code-and-the-davinci-treasure movie-rip-offs-the-day-after-tomorrow-and-2012-ice-age movie-rip-offs-the-hills-have-eyes-and-hillside-cannibals movie-rip-offs-the-hobbit-and-age-of-the-hobbits movie-rip-offs-thor-and-almighty-thor