Lemúrinn var stofnaður 8. október 2011 og er því tveggja ára í dag! Ritstjórn þakkar frábærar móttökur!

 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tíma. Lesendahópur Lemúrsins hefur vaxið jafnt og þétt. Við minnum ykkur á að fylgjast með okkur á Facebook, en hópurinn þar telur nú hátt í 5000 manns.

 

Við minnum ykkur líka á að Lemúrinn er kominn með þátt á Rás 1. Hann er á dagskrá alla þriðjudaga klukkan 16:00 og er endurfluttur á laugardagskvöldum klukkan 20:00. Ef þið eigið útlenska vini má benda þeim á enska ljósmyndabloggið okkar Iceland Visual History blog.

 

Hér er yfir­lit yfir vin­sæl­ustu greinar ársins.

 

1

 

Drakk 156 bjóra og setti heimsmet í drykkjuskap!
Margir muna vafa­laust eftir ris­anum Fezzik í költ-kvikmyndinni The Princess Bride frá árinu 1987. Með hlut­verk Fezzik fór alvöru risi, sem gekk iðu­lega undir nafn­inu André the Giant, eða ris­inn André. Hann setti vafasamt met. Og írska Nóbelsskáldið Samuel Beckett skutlaði honum í skólann þegar hann var lítill (en samt stór), en það er nú önnur saga.

 

MAO 1490

 

Fólk í Reykjavík fyrir hundrað árum
Stórmerkilegar ljósmyndir sem Magnús Ólafs­son tók og sýna fólk í Reykjavík á árunum 1910–1920.

 

 

3

Áður en hrifning milli karla varð „hommaleg“
Árið 1896 var kvartað yfir því að íslenskir karl­menn væru of inni­legir. „[Þeir] kyss­ast hverjum remb­ings­koss­inum á fætur öðrum, þó þeir sje aðeins málkunn­ugir.“ Og aragrúi ljósmynda frá nítjándu öld sýna karlmenn í hlýlegum faðmlögum. Hvað breyttist?

 

4

 

Myndafjársjóður danskra landmælingamanna sýnir Ísland um 1900
Landmælingar Íslands geyma á heima­síðu sinni stórt safn ljós­mynda sem danskir land­mæl­inga­menn tóku við störf á Íslandi á fyrsta áratug tutt­ug­ustu aldarinnar. Óhætt er að segja að hér sé mik­ill fjár­sjóður því ljós­mynd­irnar sýna allskyns sjón­ar­horn og staði sem hvergi eru ann­ars staðar til á myndum frá þessum tíma.

 

5

 

„Þar búa spámenn og englar“: Breskur stríðslistamaður á Íslandi, 1943
Málarinn Thomas Hennell kom til Íslands með breska hernum. Hann var einn af opinberum stríðs­lista­mönnum sem bresk yfir­völd fengu til þess að túlka heims­styrj­öld­ina. Hér birtast merkileg málverk hans frá Íslandi með bráðskemmtilegum lýsingum hans og sögum af Íslandi sem birtust í National Geographic árið 1945.

 

6

 

Everest-fjall: Sóðalegt líkhús á hæsta tindi veraldar

Svörtu síðurnar: Þó stór­lega hafi dregið úr því að fjall­göngu­menn láti lífið á Everest-​​fjalli er það enn hættu­legur staður. Vegna aðstæðna er erfitt að koma líkum lát­inna niður af fjall­inu og því liggja þeir í opinni gröf í hlíð­unum árum saman. Líkin eru ekki það eina sem eftir hefur orðið á fjall­inu því rusl og drasl eftir fjall­göngu­menn liggur eins og hráviði um allt. Við vörum við myndum sem birt­ast í greininni.

 

7

 

Minnispunktar SS-manns á Íslandi: Þrælslund, lágkúra og aðalsbornir Íslendingar
Nasistar höfðu mik­inn áhuga á Íslend­ingum, sem þeir töldu að hlyti að vera ákaf­lega glæst og hrein­ræktuð nor­ræn þjóð. En Werner Gerlach, ræðismaður Þjóðverja á Íslandi, skrifaði hins vegar í minnispunktum sínum: „Ekkert er eftir af hinni aðals­bornu þjóð, stolt­inu, heldur þræls­lund, sóma­til­finn­inga­leysi, skrið­dýrs­háttur, niðurlæging.“

 

 

Kengúrurnar sem gleymdust í kulda og trekki í Hafnarfirði

Sædýrasafnið í Hafnarfirði lokaði árið 1987 og flestum dýrunum þar var lógað. En af einhverjum ástæðum urðu fjórar kengúrur eftir á safninu, og hímdu mánuðum saman við ömurlegar aðstæður í kofaskrifli í vetrarkuldanum.

 

9

 

Píramídinn: Rússneskur draugabær á Svalbarða

Vegna kuldans á Svalbarða er talið að rússneski draugabærinn Pyramiden muni ekki breytast mikið næstu 500 árin. Þar bjuggu einu sinni 1000 manns og störfuðu í kolanámum. Styttan af Lenín á aðaltorgi bæjarins er einmanaleg og enginn hefur leikið á flygilinn í menningarmiðstöðinni í áratugi.

 

10

 

Drykkfelldir með klunnalega líkama: Íslenska kynstofninum lýst árið 1902
Svona var íslenska kynstofninum lýst árið 1902: „Íslend­ingar eru með þéttbyggða, klunna­lega lík­ama sem virð­ast of langir og þungir fyrir legg­ina, en þeir eru stuttir og sterk­byggðir, og fæt­urnir stórir og flatir. Göngulagið er þung­lama­legt og klaufa­legt, þótt ungar konur séu vissu­lega léttar á fæti og þokkafullar.“