Systursynir Andrésar andar, þríburarnir Ripp, Rapp og Rupp, eru komnir á áttræðisaldur, en þeir birtust almenningi fyrst í myndasögu í dagblaði í október 1937.

 

Á ensku heita þríburarnir Huey, Dewey og Louie. Huey er nefndur eftir bandaríska stjórnmálamanninum Huey Long, sem var gífurlega vinsæll ríkisstjóri og öldungadeildarþingmaður Louisiana-fylkis frá 1928 til 1935 þegar hann var myrtur.

 

Dewey heitir eftir George Dewey, sem var flotaforingi í Bandaríkjaher í stríði Bandaríkjamanna og Spánverja árið 1898. Hann stýrði flotanum meðal annars í frægri orrustu við Manilaflóa á Filipseyjum.

 

Nafni Louie er ekki eins frægur og bræðra hans, en hann er nefndur í höfuðið á Disney-teiknaranum Louie Schmitt, sem uppi var frá 1908 til 1993.

 

Repp2

 

Eins og sjá má á listanum fyrir neðan eru þeir félagarnir frægir um allan heim, en færri vita kannski að þeir eiga einn bróður í viðbót. Hann birtist þegar teiknarar Disney gera mistök og teikna fjóra andarunga í stað þriggja eins og vera ber. Þetta gerist furðuoft og hefur fjórði bróðirinn hlotið nafnið Phooey. Hann gæti hugsanlega heitið „Repp“ á íslensku.

 

Sænska: Knatte, Fnatte og Tjatte

Þýska: Tick, Trick og Track

Pólska: Hyzio, Dyzio og Zyzio

Franska: Riri, Fifi og Loulou

Finnska: Tupu, Hupu og Lupu

Portúgalska: Huguinho, Zezinho og Luisinho

Norska: Ole, Dole og Doffen

Hollenska: Kwik, Kwek og Kwak

Ungverska: Tiki, Niki og Viki

Ítalska: Qui, Quo og Qua

Spænska: Hugo, Paco og Luis eða Jaimito, Jorgito og Juanito

 

DeweyogHuey

George Dewey og Huey Long.

 

20-127-14

Louie Schmitt er fremstur á myndinni. Hér er hann við gerð myndarinnar um Bambi.