Lyndon Baines Johnson, 36. forseti Bandaríkjanna, þótti nokkuð alvörugefinn maður sem sýndi jafnan ekki mikil svipbrigði. Hann átti sér þó aðrar hliðar og gat hann stundum verið algjör prakkari.

 

Johnson var einn af þeim heppnu sem náðu að kaupa eintak af Amphicar „sundbílnum.“ Amphicar var þýsk smíði, þótt bíllinn hafði óneitanlega útlitseinkenni bandarískra kagga frá blómaskeiði þeirra. Þess má reyndar geta að Amphicar var framleiddur af fyrirtækinu Quandt, en forstjóri þess var Harald Quandt. Hvað var svona merkilegt við hann? Jú, hann var stjúpsonur Josefs Göbbels! Quandt var átta ára snáði þegar móðir hans giftist Göbbels, þar sem enginn annar en Adolf Hitler var svaramaður.

 

Sundbíllinn var þeim augljósu kostum gæddur að hann gat keyrt jafnt á landi sem og á vatni. Johnson nýtti sér þetta, og þótti fátt skemmtilegra en að fá farþega í bílinn sinn – sem vissu ekki af þessum eiginleikum bílsins. Því næst brunaði hann í átt að næsta vatni og hótaði því að nú myndi hann ljúka þessu öllu. Hann myndi sökkva bílnum og sjálfum sér – og hverjum þeim sem var með honum í bílnum hverju sinni. Farþegar hans tóku andköf og óttuðust hið versta, uns þau lentu á vatninu og sáu Johnson forseta í hláturskasti. Fyndinn náungi, hann Lyndon B. Johnson.

 

Hér má sjá Lyndon við stýri Amphicar-bifreiðar/báts síns. Sennilega nýbúinn að hræða líftóruna úr farþegum sínum.

 

lyndonbjohnson

 

Amphicar-bíll/bátur Lyndons B. Johnson í dag, til sýnis á búgarði forsetans.

Amphicar-bíll/bátur Lyndons B. Johnson í dag, til sýnis á búgarði forsetans.