Julian frá Norwich var enskur dulspekingur og trúarrithöfundar uppi á fjórtándu öld. Lítið er vitað um líf hennar. Hún er talin hafa verið annaðhvort nunna eða ekkja sem á fertugsaldri veiktist alvarlega og fékk í kjölfarið vitranir þar sem Jesús birtist henni.

 

Þegar henni batnaði helgaði hún sig því að skrifa um vitranirnar. Hún gerðist einsetukona og settist að í litlum klefa í steinkirkju í Norwich. Verk hennar Opinberanir guðlegs kærleiks (e. Revelations of Divine Love) er talið vera fyrsta bók skrifuð á ensku af konu.

 

Í bókinni skrifar Julian um miskunnsemi og hlýju drottins, sem var óvanalegt viðhorf á myrkustu miðöldum þegar svarti dauði olli gríðarlegu mannfalli og volæði í Bretlandi.

 

“Hér var mér kennt, af náð Guðs, að ég skyldi vera staðföst í trúnni og hafa samtímis einlæga og óhagganlega trú á því sem Drottinn hefur látið í ljós á þessum dögum – að “þú munt sjá að allir hlutir fara vel.”” (*)

 

Sagan segir að Julian hafi haft hjá sér kött í kirkjuklefanum, í fyrstu aðeins til þess að halda þar rottugangi í skefjum, en henni hafi síðan orðið mjög hlýtt til kisa. Hún er því oft sýnd með kött á myndum.

 

Þar sem svo lítið er vitað um Julian í raun og veru hefur hún aldrei verið gerð að dýrlingi í kaþólsku kirkjunni. Verndardýrlingur katta í þeim söfnuði er heilög Gertrude af Nivelles, en einhverjum köttum kynni að sárna að hún er einnig dýrlingur músa.

 

Julian frá Norwich

 

Með pennann á lofti og köttin sér við hlið.

 

Julian með kisa við fætur sér. Steind glermynd í kirkjunni St Thomas í Norwich.