Hér sést ungur Bill Clinton með saxófón.

 

Clinton var ríkisstjóri Arkansas-fylkis 1983-1992 og svo forseti bandaríkjanna 1993-2001. Í sjálfsævisögu sinni lætur hann eftirfarandi orð falla um hljóðfæraleik sinn:

 

Á mínu sextánda ári ákvað ég að gerast þátttakandi í opinberu lífi og sækjast eftir kjöri sem fulltrúi þjóðarinnar. Ég elskaði tónlist og hélt að ég gæti orðið mjög góður, en ég vissi að ég yrði aldrei John Coltrane eða Stan Getz. Ég hafði áhuga á læknisfræði og hélt að ég gæti orðið fínn læknir, en ég vissi að ég gæti aldrei orðið Michael DeBakey. En ég vissi að ég gæti orðið frábær í þjónustu hins opinbera.

 

Sumir lesendur Lemúrsins muna ef til vill eftir því þegar hann sýndi blúshæfileika sína á sviði í þætti hjá grínistanum Arsenio Hall í aðdraganda forsetakosninganna 1992.  Eftir þá framkomu var hann um tíma uppnefndur MTV-forsetinn af andstæðingum sínum.

 

Vídjó