Bandaríska skyttan Walter W. Winans og fimm uppstoppuð fjallageitahöfuð, um 1912.

 

Winans keppti fyrir hönd Bandaríkjanna í skotfimi á Ólympíuleikunum 1908 og 1912, og vann gull- og silfurverðlaun. Winans var líka hestaræktunarmaður, myndhöggvari (hann vann líka til gullverðlauna á listahluta Ólympíuleikanna 1912, fyrir bronsskúlptúrinn Bandarískur brokkhestur) og skrifaði fjölda bóka, flestar um skotfimi en einnig um dádýrarækt. (Library of Congress.)