Ágangur manna á skóglendi og sífelld nýbygging mannvirkja á borð við þjóðvegi gerir lífið erfitt fyrir villt dýr. Í þéttbýlum löndum verða þau oft umferðinni að bráð, og slíkt skapar hættu bæði fyrir dýrin og farþega ökutækja.
Á 6. áratug síðustu aldar þróuðu Frakkar lausn á þessum vanda og hófu byggingu svokallaðra vistvega, eða „ecoducts“. Þetta eru göng eða gönguslóðir yfir umferðarmannvirki sem dýrin geta ferðast í gegnum án þess að eiga á hættu að ökutæki gangi frá þeim dauðum.
Vistvegir hafa síðan reynst ódýr leið til þess að fækka umferðarslysum og vernda hinar ýmsu dýrategundir. Í dag eru slíkir vegir algengir í Frakklandi og Hollandi, og eru byggðir í auknum mæli í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi og jafnvel Kenýu.
Hér að neðan sjáum við vistvegi víða að úr heiminum: