Vídjó

Breski hljóðlistamaðurinn Henry Dagg leikur Over the Rainbow á hljómborð sem samanstendur af sextán leikfangaköttum.

 

Þetta hljómfagra hljóðfæri er byggt á svokölluðu katzenklavier eða kattarorgeli, sem tíðrætt var í Evrópu á sautjándu og átjándu öld. Þá var hinsvegar ekki notast við leikfangaketti heldur sprelllifandi ketti. Hljóðfæraleikarinn ýtir á takka á hljómborðinu og rekur nagla í skottið á einum kettinum, sem þá rekur upp sársaukaóp.

 

 

Kattavinir, örvæntið ekki, þar sem engar heimildir eru um að nokkur maður hafi verið svo grimmur að smíða kattaorgel í alvörunni. Fyrirbærið er aðallega að finna í furðusögum. Hvernig ætti maður yfirleitt að fá kettina til að væla í réttri tónhæð? Í atriði úr Monty Python’s Flying Circus leikur Terry Jones tónlistarmann sem hefur í mörg ár þjálfað mýs í að tísta í ákveðinni tónhæð:

 

Vídjó