Fjallagarpurinn og ljósmyndarinn enski, Frederick W.W Howell, tók stórkostlegar ljósmyndir frá Íslandi um aldamótin 1900, eins og Lemúrinn hefur verið duglegur að segja frá. Howell kleif Heklu einhvern tímann á árunum 1890-1900 og hér birtast ljósmyndir úr þeirri för.
Hekla var jú frægasta kennileiti Íslands á öldum áður. Því er ekki ólíklegt að þetta illvíga eldfjall hafi verið eitt það fyrsta sem kom í huga Howells þegar hann undirbjó sína fyrstu Íslandsför. Að minnsta kosti tók hann fjölmargar myndir af Heklu þegar hann komst loks í tæri við hana.
Myndirnar hér eru ekki í neinni sérstakri röð og lesendur eru beðnir um að benda á mistök sem gætu leynst í myndatextunum, því upplýsingar í þeim eru fengnar úr upprunalegum merkingum myndanna.
Fleiri myndir eftir Howell hér.