Vídjó

Patrice Lumumba, fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Kongó, komst til valda þegar landið fékk sjálfstæði árið 1960. Hann hafði þá barist árum saman gegn viðurstyggilegri nýlendustjórn Belga þar í landi, en Kongó var lengst af persónuleg eign Leópolds Belgakonungs þar sem farið var með þeldökku íbúana eins og skepnur.

 

Patrice Lumumba, fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Kongó

Valdatíð Lumumba stóð þó aðeins í tólf vikur. Öfl í landinu hliðholl Belgum og Bandaríkjamönnum, undir stjórn Jósefs Mobútú, handsömuðu hann, niðurlægðu hann og pyntu, og tóku hann loks af lífi fyrir landráð í janúar 1961.

 

Í myndbandinu hér að ofan sjáum við Lumumba ásamt sínum nánustu fylgismönnum, nýfallinn í hendur hermanna Mobútús. Einn þeirra reynir að troða upp í hann blaði með ræðu þar sem hann sagðist vera rétti leiðtogi landsins. Belgískir liðsforingjar eru viðstaddir.

 

Fjórum árum eftir aftöku Lumumba tók við gríðarlega spillt alræðisstjórn Mobútús, sem stóð yfir í meira en þrjátíu ár, fram til 1997.

 

Árið 2000 kom út leikin mynd um ævi Lumumba eftir Raoul Peck.  Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér (franskt tal, enskur texti):

 

Vídjó