„Árið 2293 hafa menn uppgötvað leyndardóm eilífs lífs og fáir útvaldir hafa lokað sig af í tilbúnum og tæknilegum heimi þar sem hver einstaklingur hefur sínu ákveðna hlutverki að gegna. Utan þessa tilbúna heims búa svokallaðir hrottar og þeim stjórna gereyðar. Zed er einn gereyðanna og hann kemst inn í tækniheiminn og setur þar allt á annan endann. Koma hans veldur því að íbúar tækniheimsins fá nú loksins að deyja.“

 

Svona var kvikmyndinni Zardoz eftir John Boorman (enskur kvikmyndaleikstjóri, þekktur fyrir myndina Deliverance) lýst í Dagblaðinu þegar hún var sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Þessi skemmtilega bíómynd frá 1974 var lengi flestum gleymd þangað til hún fór smám saman að njóta hylli á ný sem svokölluð „költmynd“. Hún skartaði Sean Connery í aðalhlutverki.

 

Vídjó

 

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagir sýndi Zardoz í Bíó Paradís fyrir skemmstu. Í kynningartexta sagði: „Þessi mynd er hluti af kynslóð ævintýrakenndra framtíðarmynda sem gerðar voru á áttunda áratugnum og má segja að hafist með frumraun George Lucas, THX 1138 árið 1970 og alið af sér myndir eins og Rollerball (1975), Logan’s Run (1976) og kannski endað á Blade Runner árið 1982. Í þessum sarpi er óhætt að segja að Zardoz sé sú sem lengst gangi í undarlegheitunum.“

 

Zed (Sean Connery) og Consuella (Charlotte Rampling).

 

 

Zed í brúðarkjól.

 

 

 

 

 

 

Færðu ekki nóg? Hér eru fleiri brot úr Zardoz.