Hér að ofan sést Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, að skjóta Thompson hríðskotabyssu, eða „Tommy Gun“, þann 31. júlí 1940.

 

Að neðan sjást fleiri myndir af Churchill með byssu.  Honum við hlið stendur lífvörður hans, Walter H. Thompson.  Thompson byssan var þó ekki nefnd eftir honum, heldur ættarnafna hans, bandaríska hugvitsmanninum John T. Thompson, sem hannaði byssuna áríð 1921.

 

Churchill með "Tommy" byssu. Lífvörður hans til vinstri.

 

Churchill tekur við Thompson byssu.

 

Winston Churchill miðar Sten byssu, 1941. Lífvörður hans stendur til hægri við hann.