Myndin hér að ofan sýnir fiskimenn á Galíleuvatni, þar sem nú er Ísraelsríki, fyrir um 120 árum. Myndasafn hins bandaríska Library of Congress inniheldur margan fjársjóðinn. Þar á meðal eru þessar ótrúlegu litmyndir frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, teknar um 1890-1900.
Myndirnar eru í raun svokallaðar photochrom-myndir, svarthvítar ljósmyndir sem voru litaðar og steinprentaðar í massavís sem minjagripir handa ferðamönnum.
‘Landið helga’ laut á þessum tíma stjórn soldánsins í Konstantínópel. Langtíburtistan hefur áður vakið athygli á myndskeiði sem sýnir götulífið í Jerúsalemborg árið 1896, um svipað leyti og þessar myndir voru teknar.
Fyrir utan borgina Lod.
Fæðingarstaður Maríu Magdalenu, ku þetta vera.
Konur sækja vatn í meyjubrunninn svokallaðan í Nasaret.
Rústir súlnaganga í Samaríu.
Bedúínar ná í vatn.
Bedúínar við tjöld sín.
Sýrlenskar bændakonur baka brauð.
Verkamenn á sléttum Galíleu.
Við bakka Jórdan.
Fjárhirðar.
Stórborgin Beirút.
Fjölskylda við gröf Lasarusar í Betaníu.
Úlfaldareiðmenn í eyðimörkinni.
Fjárhirðar bera saman bækur sínar við gröf spámannsins Samúels skammt norður af Jerúsalemborg.
Markaður við Davíðsturn í Jerúsalem.
Steinskurðarmenn.
Jaffahliðið í Jerúsalem.
Rústir Kapernaum, borgar við Genesaretvatn þar sem Jesús ku hafi búið um tíma.
Afslappaður eftirmiðdagur við þorpið Kana í Galíleu.
Rústir Sólarhofsins í Baalbek.
Farandskósmiður sinnir viðskiptum fyrir utan Jerúsalem.