Árið 1928 var Reykjavík enn agnarlítið þorp, eins og við sjáum hér á loftmynd Lofts Guðmundssonar.
„Myndin af miðbænum í Reykjavík sem hjer birtist, er ein af þeim, sem Loftur ljósmyndari tók úr flugvjel í sumar.
— Hefir Hans Petersen keypt útgáfurjettinn af öllum þessum myndum og selur stækkanir af þeim.
Mun mörgum Reykvíkingum hugleikið að fá í senn ljósmynd og uppdrátt af þeim bæjarhluta, sem þeir eiga heima í.
Fremst á myndinni sjást túnin við Suðurgötu og brunastöðin yst til hægri.
Miðbærinn allur og Arnarhólstún, meiri partur hafnarinnar, Viðey og Esjan sjást og greinilega á myndinni.
Á miðri myndinni til hægri sjást hin nýju hús Jóns Þorlákssonar og St. Gunnarssonar.“
-Fálkinn, nóvember 1928. Smellið hér til að sjá stærri útgáfu af myndinni.