Hinn 96 ára gamli Samuel J. Seymour, fæddur árið 1860, kom fram í bandaríska sjónvarpsþættinum I’ve Got a Secret árið 1956. Hann var þá eini eftirlifandi sjónarvotturinn að morðinu á forsetanum Abraham Lincoln í Ford-leikhúsinu hinn 14. apríl 1865, 91 ári áður.
Gamli maðurinn tók þátt í skemmtilegum leik þar sem aðrir gestir þáttarins giskuðu á hver sá sögulegi atburður var sem hann sá. Seymour var aðeins fimm ára gamall þegar Lincoln var skotinn.
Hann fékk dollu af píputóbaki í laun fyrir að mæta í þáttinn.