Hinar mætu íshokkíkonur í The Edmonton Swastikas í kanadísku borginni Edmonton í Alberta árið 1916. Hakakrossar voru auðvitað notaðir í ýmsum táknum áður en Hitler og félagar gerðu þá að merki sínu talsvert síðar.
Hið furðulega er að kanadísk kvennalið í íshokkí virðast hafa verið ákaflega upptekin af hakakrossum því Lemúrinn hefur áður minnst á The Swastikas, sem var íshokkílið frá Bresku-Kólumbíu.