Svín þykja almennt engar fegurðardísir en flest eru þó bara ansi hugguleg í samanburði við þetta kvikindi sem hér sést. Þetta er meishan-svín, af tegund alisvíns nefndri eftir Meishan-héraði í Suður-Kína þar sem svínin eiga rætur að rekja. Meishan-svín þykja mjög hentug til ræktunar þar sem þau verða kynþroska semma, 2-3 mánaða gömul, og geta átt afkvæmi tvisvar á ári, allt að 16 grísi í einu. Að auki er kjöt þeirra sagt nógu ljúffengt til þess að vega upp á móti útlitinu.
Header: Kvikindi
Velkomin á Dýrasíðu Lemúrsins. Hér er fjallað um ýmsar dýrategundir.