Leikstjórinn Ed Wood varð frægur af endemum fyrir klaufalega kvikmyndagerð í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar.
Ed Wood er líklega frægastur fyrir hina ákaflega forvitnilegu vísindaskáldsögulegu kvikmynd, Plan 9 from Outer Space, frá 1959, sem var síðasta mynd stórleikarans Bela Lugosi.
Tim Burton gerði leikstjóranum ógleymanleg skil í kvikmyndinni Ed Wood frá 1994 en Johnny Depp lék titilhlutverkið og Martin Landau fór með hlutverk Bela Lugosi, og fékk Óskarsverðlaun fyrir.
Breski sjónvarpsmaðurinn Jonathan Ross gerði á níunda áratugnum frábæra heimildarþætti um ýmsa skrýtna kvikmyndagerðarmenn. Þáttaröðin hét einfaldlega The Incredibly Strange Film Show (Ótrúlega skrýtni kvikmyndaþátturinn). Hér er þátturinn sem helgaður var Ed Wood: