Það fór ekki mikið fyrir heim­sókn Willems van de Poll til Íslands. Þann 28. júlí árið 1934 sagði Morgunblaðið örstutt frá komu tveggja blaða­manna frá Associated Press til Íslands: „Komu þau hingað með Drottningunni á föstu­dags­morgun, frú Anita Joachim frá Berlín og Willem van de Poll frá Amsterdam. Ætlar frúin að skrifa greinar um Ísland, en van de Poll tekur ljós­myndir, sem eiga að fylgja grein­unum. Þau ætla að vera hjer á landi hálfsmánaðartíma.“

 

Van de Poll þessi var í raun einn víð­förlasti og merk­asti blaða­ljós­mynd­ari Hollendinga — nokkuð sem sést glöggt á myndum hans frá Íslandi.

 

Því við sjáum landið gegnum linsu mik­ils lista­manns. Mannamyndir af lista­fólki og af ýmsum þjóð­þekktum mönnum eru merki­lega skýrar og draga fram per­sónu­ein­kenni þeirra á ein­stakan hátt. Við sjáum enn­fremur öðru­vísi sjón­ar­horn í lands­lags– og mann­virkja­myndum sem gefa okkur nýja sýn á fortíðina.

 

Allar ábend­ingar eru vel þegnar. Þekkja les­endur fólk og staði á myndunum?

 

Ljósmyndirnar eru geymdar í Þjóð­skjala­safni Hollands, Nationaal Archief.

 

Fleiri myndir hér á Facebook-​​síðu Lemúrsins.

 

Sundkennsla í sund­laug­inni að Álafossi.

 

Ferðafélagar ljós­mynd­ar­ans, þar á meðal hin þýska blaða­kona Anita Joachim.

 

Sigurjón Pétursson á Ála­fossi með dóttur sinni.

 

Glímukappar úr Ármanni við Menntaskólann í Reykjavík. Lesendur Lemúrsins telja að menn­irnir séu þessir frá vinstri: Georg Þor­steins­son, Lárus Salómonsson, Jörgen Þor­bergs­son, Ágúst Kristjánsson og Sigurður Norðdahl.

 

 

 

 

 

Húsafell.

 

Kvæðamennirnir Björn Friðriksson og Jósep Húnfjörð. Jón Leifs hljóðritar.

 

 

Oddur sterki af Skaganum, sem fræg­astur var fyrir vík­inga­klæðin sem hann klædd­ist á Alþingishátíðinni 1930.

 

Landssímahúsið við Austurvöll.

 

Sigrún Ögmunds­dóttir, fyrsti þulur Ríkisútvarpsins.

 

Pétur Jónsson óperusöngvari.

 

Jón Leifs, tón­skáld og tón­list­ar­stjóri útvarpsins.

 

 

 

 

Við þvotta­laug­arnar í Reykjavík.

 

Sigurjón Pétursson athafna­maður á Ála­fossi og börn í grennd við laug­ina í Varmá.

 

Þekkir ein­hver þessar stúlkur?

 

 

Laugin í Varmá í Mosfellssveit. „Byggð var stífla rétt ofan við foss­inn Ála­foss og þar fyrir ofan varð til um 100 m löng vel sund­hæf laug í Varmá.“ (Árni Tryggvason)

 

Ítalskir ferða­langar.

 

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

 

Skólavörðuholt, Guðmundur frá Miðdal ásamt konu sinni Theresiu Zeitner og syn­inum Einari, eftir því sem Lemúrinn kemst næst.

 

Guðmundur frá Miðdal og son­ur­inn Einar.

 

Ullarverksmiðjan við Álafoss.

 

Frá laug­unum í Laugardal.

 

Uppteknir menn í Landsbókasafni Íslands í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu. Sumir sjá Þór­berg Þórð­ar­son rit­höf­und til vinstri.

 

Guðmundur Finnbogason sýnir ferða­löng­unum gripi á Þjóð­minja­safn­inu, sem þá var undir sama þaki og Landsbókasafnið á Hverfisgötu.

 

Guðmundur Finnbogason, sál­fræð­ingur og landsbókavörður.

 

Reykholtsskóli.

 

Reykholt.

 

Snorralaug í Reykholti. Maðurinn til vinstri er Kristinn Stefánsson, fyrsti skóla­stjóri Héraðsskólans í Reykholti (Heimild: Bergur Þorgeirsson).

 

Á Laugarvatni.

 

 

Þetta er Valgerður Tryggvadóttir (1916–1995), dóttir Tryggva Þór­halls­sonar, for­sæt­is­ráð­herra 1927–1932, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Gerði Steinþórsdóttur.

 

Sólstrandarstemning við Laugarvatn.

 

Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólastjóri Samvinnuskólans og alþingismaður.

 

Hugsanlega gamla veiði­húsið við Norðurá.

 

Gullfoss.

 

 

Grýta (Grýla), gos­hver í Hveragerði.

 

Kolviðarhóll, horft til Bláhnúks og Lambafellshnúks.

 

Í Hljómskálagarðinum.

 

 

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.

 

Horft yfir Alþingishúsið og næsta nágrenni.

 

Nýbyggingar við Ásvallagötu.

 

Landspítalinn.

 

 

 

Horft niður Hverfisgötu í Reykjavík.

 

Á dval­ar­heim­il­inu Grund.

 

Hávallagata við Garðastræti.

 

Suður-​​Reykir í Mosfellssveit.

 

Jóhannes Sveinsson Kjarval mál­ari við vinnu sína.

 

Dvalarheimilið Grund.

 

Reykir.

 

Tveir menn á hestum í Pósthússtræti. Guðjón Friðriksson sagn­fræð­ingur: „Timburhúsið bak við þá er Smiðshús sem nú er í Árbæj­arsafni. Til hægri er húsið Skólabrú 1.“

 

Guðrún Lárusdóttir alþing­is­maður heldur á elsta barna­barn­inu og alnöfnu, Guðrúnu Lárusdóttur. Myndin er tekin í garði að Sólvallagötu 23. (Heimild: Áslaug Kristín Ásgeirsdóttir).

 

Sveitastörf í veð­ur­blíð­unni á Korpúlfsstöðum.

 

 

Höfnin í Reykjavík. Miðbakki. Guðjón Friðriksson sagn­fræð­ingur: „Hálfbyggt Hafnarhúsið sést í fjarska en pakk­húsin til vinstri handar eru svo­kallað Gamla Pakkhús sem Eimskipafélagið átti (það tví­lyfta) en við hlið þess er pakk­hús Sameinaða danska gufuskipafélagsins.“

 

Silungapollur, vistheim­ili fyrir börn.

 

Kristín Þor­varð­ar­dóttir.

 

Kristín Jónsdóttir list­mál­ari við verk sitt ‘Við þvottalaugarnar’.

 

Þetta er hugs­an­lega Erika Pétursdóttir Jóhannsson (1916–1996).

 

Norðurá.

 

00677

 

0656

 

0655

 

thjodleikhus

 

tjorn