Kommúnistaleiðtogi Mósambík hittir vinkonu sína frú Honecker

Samora Machel, leiðtogi kommúnistaflokks Mósambík, tekur í höndina á Margot Honecker, eiginkonu Erichs Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, árið 1983.

 

Mósambík hafði átta árum áður frelsað sig undan yfirráðum fasíska nýlenduveldisins Portúgal. Sem kveðjugjöf skildi portúgalski herinn landið eftir í rjúkandi rúst, eitraði vatnsbólin og stundaði pyntingar á stórum skala. Þegar evrópsku nýlenduherrarnir höfðu sig loksins á brott tóku Machel og sósíalíska andspyrnuhreyfing hans Frelimo völdin í landinu.

 

Brátt mynduðust… [Lesa meira]

Eyðilegging Íslamska ríkisins á söguslóðum Agöthu Christie

Fregnir hafa borist af því að vígamenn Íslamska ríkisins séu nú í óða önn að jafna við jörðu á jarðýtum mörgþúsund ára gamlar rústir assýrísku borgarinnar Nimrud; síðasta útspil samtakanna í stríði þeirra við það sem þeir kalla skurðgoðadýrkun.

 

Nimrud eða Kalhu var stofnuð um 1200 fyrir Krist, hún var um langt skeið ein af helstu borgum Assýríumanna og höfuðborg… [Lesa meira]

Brútalismi í hnotskurn: Sovét-húsið í Kalíningrad

Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands.

Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands. Þar er í dag skipahöfn fyrir rússneska flotann.

Königsberg var öldum saman eitt helsta menningar- og stjórnsýslusetur Prússlands og var meðal annars heimaborg þýska heimspekingsins Immanuel Kant. Borgin er nú hluti af Rússlandi og heitir í dag Kalíningrad… [Lesa meira]

Jóhannes: Guðspjallamaður, lærisveinn, meindýraeyðir

Jóhannes er nafn sem birtist mjög oft í biblíunni – við höfum Jóhannes skírara, Jóhannes guðspjallamann, Jóhannes höfund Jóhannesarbréfanna, Jóhannes lærisvein Krists og Jóhannes sem skrifaði Opinberunarbókina. Nú til dags segja fræðimenn að þeir gætu allir verið sinnhvor maðurinn, en í frumkristni áttu allir nema Jóhannes skírari að vera einn og hinn sami. Mikill kraftaverkamaður sá!

 

… [Lesa meira]

Hamingjusama pokadýrið quokka elskar að vera með á selfie-myndum

Lemúrinn veit ekki til þess að skepnan quokka heiti neitt sérstakt annað á íslensku, þetta er eitt af þessum skrítnu tegundum sem bara má finna í Ástralíu, smáfrændi kengúrunnar á stærð við kött, sem býr aðallega á eyjum við vesturströnd Ástralíu.

 

Af einhverjum ástæðum virðast þessar skepnur sífellt vera með bros á vör, og hefur quokka því stundum verið kallað „hamingjusamasta dýr… [Lesa meira]

„Í Vík getur maður verið maður sjálfur“: Íslandsminningar frá 1998 í norsku tónlistarmyndbandi

Norski tónlistarmaðurinn Tønes nýtur talsverðra vinsælda í heimalandi sínu um þessar mundir. Hann semur og flytur oft kómísk og sérviskuleg lög á mállýsku heimabæjarins Sóknardals í Rogalandi.

 

Fyrir nýjasta tónlistarmyndband sitt við lagið Dråba i sjøen gróf Tønes upp gamlar Hi8-upptökur frá því að hann ferðaðist um Ísland með kærustunni sinni árið 1998. Þarna eru lundar og mávar, túristar í skærlituðum vindjökkum,… [Lesa meira]