Kristnar ungar stúlkur eiga að vera heima hjá sér!

Tímaritið Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags birti þessi skilaboð til ungra íslenskra stúlkna í október árið 1899:

 

„Kristnum ungum stúlkum

þykir vænna um heimili sitt en götuna. Sannar unglingafjelagsstúlkur sjást örsjaldan að óþörfu á götunni, en heima hittast þær og eru þá allt af að gjöra eitthvað til þarfa fyrir heimilið. —

 

Þegar þær fara á fætur snemma á morgnana þá biðja þær guð fyrir… [Lesa meira]

„Það hræddi svartur maður hana móður mína“

Þessir brandarar birtust í dálknum „Hitt og þetta“ í dagblaðinu Ísafold árið 1878.

 

— Norður-Ameríkumenn (Yankees) eru allra manna spurulastir. Eitt sinn var einn á ferð á gufuskipi með mörgu öðru ferðafólki. Þar var ungur maður, meðal annara, hálf-feimleitur, og mjög dökkur á hár og hörund. Ameríkumanni varð eitthvað hálftítt um þenna mann, og hjelt sjer nærri honum langan tíma dags,… [Lesa meira]

„Bogið, holdmikið nef sýnir drottnunargirni og grimmd“

Ætli lögun nefsins segi til um skapgerð fólks og innræti þess? Vesturfarablaðið Heimskringla velti því fyrir sér árið 1887 þegar heyrðist af því að útgáfa tímarits á sviði neffræðinnar hefði hafist í Kanada.

Nef-fræði. Bráðum á að fara að gefa út blað hjer í landi, sem á að kenna mönnum að lesa eðlishátt og skaplyndi manns á nefinu. Höfundur… [Lesa meira]

Sjúklingum bannað að ganga í hjónaband

„Alþýðlega skemti- og fræðiritið Haukur“ frá Ísafirði birti þennan fróðleiksmola í maí árið 1900. Sá sem skrifar greinina virðist styðja þessi ómannúðlegu og ströngu lög stjórnvalda í Dakóta.

 

Giftingarbann. Í Dakóta í Ameríku er öllum þeim, sem þjást af áfengissýki, berklaveiki, bleikjusótt (ungfrúr-gulu), heilakviksveiki (móðursýki) og ýmsum öðrum sjúkdómum, sem hafa skaðleg áhrif á afkomendurna, bannað að gifta sig.   

Lögin þykja… [Lesa meira]