Árið 1941 gaf Ísafoldarprentsmiðja í Reykjavík út bókina 100 íslenzkar myndir. Þar birtist land og þjóð á ljósmyndum sem Pálmi Hannesson valdi.
Á meðal þessara póstkorta er myndin skemmtilega hér að ofan af karli og kerlingu í baðstofu.
Hann kembir en hún spinnur á rokk. Á veggnum sjáum við fiðlu og ólíulampa. Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari (1900-1984) tók myndina, sem virðist uppstillt.
Flettið bókinni hér að neðan: