Blok P, stærsta íbúðablokkin í Nuuk á Grænlandi, var reist á árunum 1956-1966 og rifin 2012.

Íbúðirnar voru um 350 talsins en talið var að um 1% grænlensku þjóðarinnar hafi búið í blokkinni þegar mest var.

Byggingin er táknræn fyrir tilraunir danska ríksins til að „nútímavæða“ Grænlendinga með því að færa fólk úr strandbyggðum til steinsteypublokka í borgarumhverfi þar sem velferðarkerfi Danmerkur var „flutt inn“.

Íbúum bauðst nútímaþægindi í fyrsta sinn, hreint vatn, eldhús og baðherbergi og nærþjónustu í hverfinu. En yfirvöld gerðu þó oft ekki ráð fyrir sérgrænlenskum aðstæðum og margir áttu erfitt með að stökkva beint frá gamla veiðisamfélaginu í nýtt félagslegt umhverfi.

Stærð og skipulag íbúðanna hentaði ekki lífstíl Inuíta, en þröngar dyr gerðu það að verkum að þeim reyndist erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast inn í og út úr húsinu í þykkum vetrarfatnaði og evrópsku fataskáparnir voru of litlir fyrir geymslu veiðifæra. Þar af leiðandi voru þau geymd á svölunum, sem lokaði fyrir neyðarútganga og skapaði öryggishættu. Á fyrstu árunum voru mikil vandræði með storknað blóð sem stíflaði ræsin, því fiskimenn notuðu baðkörin sín til að skera upp veiðina sína.

Wikipedia.

Myndir: Peter Løvstrøm, Vincent van Zeijst, Nuummioq, Joshua Kucera (CC BY 2.0)

Vídjó

Blok P rifin.