Argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges sendi þetta póstkort til móður sinnar frá Reykjavík, 14. apríl 1971. Þetta var fyrsta af nokkrum Íslandsheimsóknum hans.
„Reykjavík er minna tignarleg en sveitarfélagið Lomas [úthverfi í Buenos Aires] og óendanlega fallegri, eins einkennilegt og það er,“ skrifar Borges og segist sakna móður sinnar og hugsa stöðugt til garðsins heima hjá henni, eins og hann lítur út þegar horft er frá svölunum. Móðir Borges var Leonor Acevedo (1876-1975). (Heimild: La Nación)