Höfði í Reykjavík prýðir veggspjald fyrir La Casa en la Playa (Húsið á ströndinni), nýja argentínska hryllingsmynd.
Af stiklu kvikmyndarinnar að dæma kemur húsið fræga söguþræðinum ekkert við. Það er líklega einungis notað til að skreyta kynningarefni hennar. Leikstjóri er July Massaccesi. Óðinn Atlason tók ljósmyndina hér að ofan í neðanjarðarlest Buenos Aires.
Efnistök Hússins á ströndinni:
Abel kemur í sjávarþorp þar sem sjómaður býður honum vinnu í gömlu stórhýsi við ströndina þar sem amma býr með dóttur sinni og dótturdóttur.