Vídjó

Hér er upptaka hollenska sjónvarpsins frá umræðum franska heimspekingsins Michel Foucault (1926-1984) við bandaríska málvísindamanninn og þjóðfélagsrýninn Noam Chomsky (1928- ) sem fram fóru árið 1971. Á dagskrá voru spurningar um eðli mannsins. Stillið á enskan texta með því að smella á CAPTIONS hægra megin fyrir neðan myndskeiðið.

 

Er eitthvað eðlislægt við mannlega tilveru? Eða erum við mótuð af reynslu og menningarlegum og félagslegum áhrifavöldum? Fræðimennirnir ræða þessar spurningar á víðum grundvelli.

 

Þessar umræður eru bæði fróðlegar og verðmætar. Sjónvarpsmyndavélar hafa sjaldan náð tveimur jafn áhrifamiklum fræðimönnum á sama stað.

 

Foucault setur upp Dr. Evil-svip.

Foucault setur upp Dr. Evil-svip.

 

Rauð hárkolla og Chomsky-hassið

 

Í bókinni The Passion of Michel Foucault frá 1990 segir James Miller furðulega sögu frá þessum umræðum:

 

Anarkistinn Fons Elders, stjórnandi þáttarins, reyndi að krydda umræðurnar. Hann bað Foucault um að setja á sig rauða hárkollu en franski heimspekingurinn vildi það ekki. Þeir náðu samt vel saman og Foucault samdi við Elders um að fá hluta greiðslu sinnar fyrir þáttinn í formi hass. Foucault fór svo með hassið heim til Parísar. Hann kallaði það Chomsky-hassið og bauð vinum sínum upp á það í veislum.

 

Rauða hárkollan. Gríðarlega vönduð myndvinnsla í boði critical-theory.com.

Rauða hárkollan. Gríðarlega vönduð myndvinnsla í boði critical-theory.com.