Hauskúpukúrekinn Ronald Reagan situr á kjarnorkuflugskeyti umvafinn bandaríska fánanum, líkt og T. J. Kong flugforingi í kvikmyndinni Dr. Strangelove. Kistuberar dauðans halda eldflauginni uppi á meðan sovésk alþýða mótmælir kjarnorkuvánni og ber boðskap friðar.

 

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Þetta er aðeins ein af fjölmörgum veggmyndum á Lenín-safninu í Bishkek, höfuðborg fyrrum Sovétlýðveldisins Kirgistan í Mið-Asíu. Safnið opnaði ólguárið 1984, um það leyti sem Reagan Bandaríkjaforseti kom fyrir miðdrægum Pershing kjarnorkuvopnum í Evrópu, og geymir eins konar myndrænt ferðaleg um sögu Kirgistans. Þar sjást meðal annars myndir af ógnarstjórn rússnesku keisaranna, byltingu bolsévika, sovésku hermönnum seinni heimsstyrjaldar og kjarnorkuvá kalda stríðsins.

 

Menningarmálaráðherra Kirgistan hefur farið fram á að veggmyndirnar verði fjarlægðar. Hann telur að safnið eigi að leggja meiri áherslu á sögu landsins áður en það varð hluti af Sovétríkjunum og nýtur stuðnings Almazbek Atambayev forseta í þeim efnum. Ekki er ljóst hvað verður um þessar merkilegu myndir ef áformin ganga eftir.

 

„Ópíum fólksins.“ Kommúnisminn bjargar alþýðunni undan oki trúarbragða.

„Ópíum fólksins.“ Kommúnisminn bjargar alþýðunni undan oki trúarbragða.

 

Sovéskir hermenn bjarga fórnarlömbum útrýmingabúða nasista.

Sovéskir hermenn bjarga fórnarlömbum úr útrýmingabúðum nasista.

 

Sovéskir hermenn og sjóliðar fagna lokum seinni heimsstyrjaldar.

Sovéskir hermenn og sjóliðar fagna lokum seinni heimsstyrjaldar.

 

mural-bishkek-state-museum-communism

Köttur, dúkka án handleggja og kona sem flýr undan ógnarstjórn rússneska keisarans.

 

Fyrir byltinguna: Flugumenn keisarans pynta alþýðufólk..

Embættismenn keisarans kúga og pynta alþýðufólk á árunum fyrir byltingu.

 

Kirgískt brúðkaup sýnir hin ýmsu þjóðarbrot Sovétríkjanna.

Kirgískt brúðkaup sýnir hin ýmsu þjóðarbrot Sovétríkjanna.

 

Kirgísk alþýða fagnar afrekum geimfarans Júrí Gagarín, sem var fyrstur manna út í geim.

Kirgísk alþýða fagnar afrekum geimfarans Júrí Gagarín, sem var fyrstur manna út í geim.

 

Stríð.

Stríð.

 

Lenín í byltingunni 1917.

Lenín í byltingunni 1917.

 

Karl Marx og Friedrich Engels, lærimeistarar kommúnismans.

Karl Marx og Friedrich Engels, lærimeistarar kommúnismans.

 

Haldið upp á kirgíska menningu.

Haldið upp á kirgíska menningu.

 

Frelsaður úr hlekkjum rússneska keisaraveldisins.

Frelsaður úr hlekkjum rússneska keisaraveldisins.