Árið er 1976, þremur árum fyrir lok byltingarinnar sem breytti Íran í íslamskt lýðveldi. Þá var Íran enn keisaradæmi þar sem Mohammad Reza Pahlavi sat á valdastóli í krafti stuðnings Bandaríkjanna. Í raun fór leyniþjónusta Bandaríkjanna með öll völd í landinu, allt frá því að hún hafði steypt lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Mohammad Mosaddegh af stóli árið 1953.

 

Lífið í skugga bandarískra stjórnvalda varð því nokkuð vestrænt, eins og gefur að skilja. Lemúrinn hefur áður birt yndislegar ljósmyndir af lífinu í Íran þegar landið var „vestrænt einræðisríki“ en hér eru á ferðinni nýuppgvötaðar myndir af óskarsverðlaunaleikkonunni Elizabeth Taylor.

 

Taylor átti á þessum tíma íranskan elskhuga, Ardeshir Zahedi, sem starfaði þá sem sendiherra Írans í Bandaríkjunum. Zahedi sá sér leik á borði. Á árunum 1975 til 1976 geisaði óðaverðbólga í Íran og farið að bera á nokkurri óánægju meðal almennings. Erlendan gjaldeyri vantaði í landið og stjórnvöld treystu á óskabarn sitt til að bjarga því sem bjargað varð, með því að kynna landið út á við. Óskabarnið var í þessu tilfelli flugfélagið Iran Air, sem var á þessum árum eitt farsælasta og tekjuhæsta flugfélag heims.

 

Firoosh Zahedi, frændi Ardeshir, tók þessar glæsilegu myndir af Taylor í auglýsingaherferð Iran Air sem birtist í tímaritum um allan heim.

 

taylor11

 

taylor12

 

 

taylor10

 

 

taylor9

 

 

 

taylor8

 

 

 

taylor7

 

 

 

taylor6

 

 

taylor5

 

 

taylor4

 

 

taylor3

 

 

taylor2

 

 

taylor1