Þeir sem hafa séð A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick gleyma seint óhugnanlegum senum þar sem gengi ungra fanta pyntar saklaust fólk. Kubrick sendi þessa klassísku kvikmynd frá sér 1971 en hún byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess.
Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt í senn spegilmynd fortíðar, nútíðar og framtíðar. Í kvikmyndinni fer Malcolm McDowell með hlutverk leiðtoga gengisins. Hér sjáum við ýmsar myndir sem teknar voru við tökur á A Clockwork Orange. Efsta myndin sýnir Kubrick með „leikara“ í fanginu.